fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkMikil þörf fyrir fleiri dagdvalarrými fyrir heilabilaða í Hafnarfirði

Mikil þörf fyrir fleiri dagdvalarrými fyrir heilabilaða í Hafnarfirði

Helga Ingólfsdóttir skrifar

Í rúmlega 10 ár hefur verið starfandi dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun í Drafnarhúsi að Strandgötu 75. Hafnar­fjarðarbær hefur lagt til húsnæði fyrir starfsemina og kostaði þær lagfæringar sem gera þurfti í upphafi og sér um viðhald á húsnæði og garði, en rekst­urinn er í umsjón Alzheimer­samtak­anna samkvæmt samn­­ingi við heil­brigðis­ráðu­neytið.

Í Drafnarhúsi eru ein­stakl­ingar sem eru með sam­þykkt færni- og heilsumat en ekki taldir í þörf fyrir vistun á stofnun.

Starfsemin hefur fest sig í sessi sem mikilvæg þjónusta við einstaklinga sem glíma við heilabilun en í húsinu eru 22 dagdvalarrými sem skiptast niður á fleiri einstaklinga.

Fjölskylduráð vill stytta biðtíma eftir þjónustu í 3 mánuði

Biðlisti eftir þjónustunni hefur verið að lengjast og nú er svo komið að meðalbiðtími er um 12 mánuðir. Þann 1. desember síðastliðinn voru yfir 50 manns á biðlista og biðtími eftir þjónustu allt að eitt ár. Þessi langi biðtími er óásættanlegur og því hefur Fjölskylduráð ákveðið að fela sviðinu að gera greiningu á þörf fyrir þessa þjónustu til næstu ára sem taki mið af því að biðtími verði ekki lengri en 3 mánuðir að jafnaði og í framhaldi verði teknar upp viðræður við heil­brigðis­ráðu­neytið um samning um fleiri dag­dvalarrými fyrir þennan hóp.

Helga Ingólfsdóttir bæjarfulltrúi.

Greinin birtist í 15. tbl. Fjarðarfrétta, 12. apríl 2018.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2