fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimFréttirPólitíkMinn hafnfirski heimanmundur

Minn hafnfirski heimanmundur

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar

Ágætu Hafnfirðingar

Ég hef búið í fallegum borgum og fallegum stöðum á Íslandi og öðrum löndum en ekkert haggar þeirri staðreynd sem ég meðtók með móðurmjólkinni, „Hafnarfjörður er fallegasta bæjarstæði á Íslandi“.

Þið gátuð rétt til, ég er komin af Hafnfirðingum. Langamma mín í móðurætt var sára fátæk sjómannsekkja í Hafnarfirði með tíu börn. Sigurbjörn afi (Sibbi) og Heiða amma bjuggu í litlu húsi  á horni Selvogsgötu og Brekkugötu, þau byggðu síðar hús á Ölduslóð þar sem ég bjó um tíma með foreldrum mínum. Eldri Hafnfirðingar kunna að muna eftir Heiðu ömmu úr Bæjarbíói.

Ég er alin upp við tal um dásemd Hafnarfjarðar, hversu Hamarinn sé fallegur, um Vestur -Hamar, um Lækinn, gamla miðbæinn og Klaustrið svo nokkuð sé nefnt.

Minn hafnfirski heimanmundur er að meta vinnusemi og dugnað einstaklingsins, en um leið að hjálpa þeim sem minna mega sín.

Áherslur mínar í stjórnmálum eru að skapa samfélag sem treystir einstaklingnum til að velja sjálfum hvað honum hentar best, samfélag sem refsar ekki fyrir dugnað vinnandi fólks með óhóflegri skattheimtu, samfélag sem gerir fjölskyldum kleift að búa í eigin húsnæði, samfélag sem setur fjölskylduna í forgang og samfélag sem styður þá sem minnst hafa svo þeir geti lifað eðlilegu lífi.

Ég býð mig fram fyrir Miðflokkinn í Kraganum til að hrinda baráttumálum mínum í framkvæmd. Það á að standa við gefin loforð og Miðflokkurinn gerir það sem hann segist ætla að gera.

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir
skipar 2. sætið á lista Miðflokksins í Kraganum (SV)
www.facebook.com/nannaxm

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2