fbpx
Mánudagur, janúar 6, 2025
HeimUmræðanNám sem nýtist

Nám sem nýtist

Kristinn Andersen skrifar

Sjálfstæðismenn hafa á líðandi kjörtímabili einsett sér að efla jafnt innra starf sem ytri aðbúnað í skólum Hafnarfjarðar og hafa starfsmenn bæjarins, með bæjarstjóra í broddi fylkingar, fylgt þeirri stefnu vel eftir í góðu samstarfi við skólasamfélagið. Á þeirri braut munum við sjálfstæðismenn halda áfram og treystum á góðan stuðning bæjarbúa til þess.

Tækifæri fyrir skapandi hugsun

Íslendingar starfa í auknum mæli í alþjóðlegri samkeppni. Nefna má þróun og smíði stoð- og lækningatækja, búnað til matvælavinnslu og frumkvöðlastarf á sviði afþreyingar – tónlistar, tölvuleikja og sýndarveruleika – svo örfá dæmi séu nefnd. Þá eru tækifærin óþrjótandi í hefðbundnari atvinnugreinum, í sjávarútvegi, landbúnaði og ekki síst ferðaþjónustu, þar sem menntun er undirstaða þróunar og samkeppnishæfni okkar.

Byggt á traustum grunni

Við ætlum að efla skólana okkar til að veita nemendum okkar þá þekkingu og færni sem þarf fyrir atvinnulíf í stöðugri þróun. Í þessu felst aukin hvatning og stuðningur við skapandi greinar, listir og handverk og efling áhuga á iðnnámi og þeim tækifærum sem það býður. Einnig er mikilvægt að styrkja enn frekar góðan grunn í stærðfræði, eðlisfræði og náttúruvísindum í skólum Hafnarfjarðar, sem greiðir götu nemendanna okkar að frekara námi og störfum á sviði verkfræði, tækni og nýrra tækifæra við að nýta auðlindir lands og sjávar með ábyrgum hætti. Framtíð ungra Hafnfirðinga, hvort sem er til atvinnu eða eigin þroska, byggir á því veganesti sem við veitum í skólunum okkar og þar eru áherslur okkar.

Kristinn Andersen
verkfræðingur og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2