fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimUmræðanNPA þjónustuform fyrir fólk með fötlun í Hafnarfirði

NPA þjónustuform fyrir fólk með fötlun í Hafnarfirði

NPA er Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fólk með fötlun. Úrræðið hefur verið í boði í Hafnarfirði frá árinu 2012 þegar tilraunatímabil NPA hófst og á síðasta ári voru um 20 samningar í gildi við fólk með fötlun sem kallast notendur í þessu þjónustuformi.  Hver og einn samningur er í samræmi við þjónustuþörf notanda og á hans forræði.

NPA þjónustuformið felur í sér að notandi ber vinnuveitanda ábyrgð gagnvart starfsfólki sínu og er þannig að reka lítið fyrirtæki með öllum þeim skyldum sem því fylgir samkvæmt samningi þar að lútandi milli notanda og Hafnarfjarðarbæjar.

Á síðasta ári var þetta þjónustuform lögfest á Alþingi og núna er í gangi innleiðingartímabil til ársins 2022 og þess vegna ákvað fjölskylduráð Hafnarfjarðar að endurskoða reglur bæjarins varðandi þetta þjónustuform og skipaði starfshóp sem fékk það verkefni að yfirfara og uppfæra núverandi reglur, skoða tímagjald og yfirfara verklag við úthlutun og eftirlit með þessu þjónustuformi.

Starfshópnum var falið að skoða fyrirkomulag NPA þjónustuformsins, tímagjald og fleiri þætti er snúa að þjónustunni. Starfshópurinn hefur nú haldið 7 fundi og lagt fram tillögu að verklagi varðandi tímagjald og drög að nýjum reglum sem munu koma til afgreiðslu í fjölskylduráði eftir að Ráðgjafaráð fatlaðra hefur veitt sína umsögn.

Á þeim 10 árum sem NPA samningar hafa verið eitt af þjónustuformum bæjarins fyrir fólki með fötlun hefur skapast mikil og góð reynsla hjá sveitarfélaginu og það er mikilvægt að sú reynsla skili sér í bættu verklagi og þjónustu við notendur.

Helga Ingólfsdóttir, bæjarfulltrúi, formaður umhverfis og framkvæmdaráðs og varaformaður fjölskylduráðs.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2