Fimmtudagur, mars 6, 2025
target="_blank"
HeimUmræðanÖflug þjónusta við húsfélög og fyrsta flokks fundaraðstaða

Öflug þjónusta við húsfélög og fyrsta flokks fundaraðstaða

Gunnþór S. Jónsson, forstöðumaður þjónustusviðs Eignaumsjónar skrifar

Ný og glæsileg fundaraðstaða Eignaumsjónar á Suðurlandsbraut 30 hefur fengið afar jákvæðar viðtökur meðal viðskiptavina. Sérstök áhersla var lögð á þægindi og aðstöðu fundargesta, sem endurspeglast í rúmgóðu skipulagi, fullkomnum tæknibúnaði og faglegri umgjörð fundarsalanna. Aðgengi er til fyrirmyndar með nægum bílastæðum.

Viðtökurnar hafa farið fram úr okkar björtustu vonum. Frá áramótum erum við búin að halda hátt í helming þeirra ríflega þúsund hús- og aðalfunda sem eru á döfinni fram á vor og hafa þeir almennt gengið mjög vel.

Aukin þjónusta til að mæta þörfum húsfélaga

Fundartímabilið frá janúar til maí kallar á gott skipulag, fagleg vinnubrögð og vandaða framkvæmd. Sterkt teymi sérfræðinga og 25 ára þekking og reynslu í þjónustu við húsfélög gerir fyrirtækinu kleift að takast á við verkefnið á farsælan og árangursríkan hátt. Rík áhersla er lögð á að aðalfundir húsfélaga fari fram á skilvirkan og árangursríkan hátt, með áherslu á undirbúning, framkvæmd og fyrirkomulag funda, ásamt vönduðum frágangi fundargerða og fylgigagna.

Sú nýjung að vera almennt ekki með prentuð fundargögn til að draga úr pappírsnotkun er að mælast vel fyrir en hægt er að kynna sér fundargögnin á Húsbókinni fyrir fund og eins eru gögnin kynnt vel á fundunum. Þá eru fundargerðir alla jafnan aðgengilegar á Húsbókinni nokkrum dögum eftir aðalfund og mörg húsfélög eru líka að nýta sér það að halda aðalfundi á laugardögum. Laugardagsfundir eru nýjung hjá okkur sem er að skapa eigendum meiri sveigjanleika og auðveldar mörgum að mæta á aðalfund.

Mikilvægt er að stjórnir yfirfari með góðum fyrirvara þau gögn sem leggja á fram á aðalfundi og gleymi ekki að hengja upp aðalfundarboð í sameign húsfélagsins. Aðeins þannig er boðun aðalfundar löglega framkvæmd og því má alls ekki gleymast að hengja fundarboð upp í sameign!

Ný fundaraðstaða Eignaumsjónar á Suðurlandsbraut 30 fær jákvæðar viðtökur meðal viðskiptavina. Þar er aðgengi til fyrirmyndar og næg bílastæði.

Söfnum ábendingum frá viðskiptavinum?

Við viljum alltaf bæta okkur og tökum fagnandi á móti öllum ábendingum, hvort sem er í tölvupósti, síma eða á netspjalli. Þá erum við nú að gera þjónustukönnun meðal stjórna húsfélaga eftir aðalfundi til að heyra hvernig þeim líður. Við hlökkum til að sjá niðurstöðurnar og nýta þær til að bæta þjónustu okkar enn frekar.

Öflug teymisvinna og fagmennska í fyrirrúmi

Öll þjónusta Eignaumsjónar miðar að því að mæta auknum óskum viðskiptavina, létta störf stjórna húsfélaga og veita þeim sem víðtækastan stuðning í sínum störfum. Lykilþáttur í góðri þjónustu eru skilvirk samskipti og góð upplýsingagjöf og þar spilar Húsbókin – mínar síður eigenda sífellt stærra hlutverk.

Við hvetjum alla okkar viðskiptavini til að skrá sig í Húsbókina, ekki bara til að fá fundarboð send rafrænt heldur líka til að geta fylgst með öllu sem snýr að starfsemi húsfélagsins og hafa á hverjum tíma yfirsýn yfir stöðu sinna mála.

Að baki þjónustunni stendur reynt og sérhæft starfsfólk okkar. Fundarstjórar, fjármálaráðgjafar, bókarar, gjaldkerar og öflugt þjónustuver vinna saman að því að tryggja trausta og faglega þjónustu, svo stjórnir húsfélaganna geti einbeitt sér að stefnumótandi ákvörðunum á meðan við sjáum um daglegan rekstur og höldum utan um starfsemina.
Með því að sameina framúrskarandi þjónustu, nýja fundaraðstöðu og aukinn stuðning við húsfélög er Eignaumsjón sterkari en nokkru sinni fyrr til að mæta þörfum viðskiptavina.

Gunnþór S. Jónsson,
forstöðumaður þjónustusviðs Eignaumsjónar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2