fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimUmræðanÖflugt tómstunda- og íþróttastarf

Öflugt tómstunda- og íþróttastarf

Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Í öllu forvarnarstarfi er mikilvægt að börn og unglingar eigi kost á að sækja íþrótta- og tómstundastarf undir handleiðslu góðra og vel menntaðra leiðbeinenda sem láta sig varða líðan og velferð barnanna. Hafnarfjörður undir stjórn jafnaðarmanna var í fararbroddi íslenskra sveitarfélaga, þegar innleiddir voru frístundarstyrkir, sem gerðu öllum börnum kleift óháð efnahag að taka þátt í fjölbreyttu félagsstarfi. Þetta var mikið heillaskref, aðsókn jókst og starf íþróttafélaganna styrktist, sem m.a. sést á góðum árangri hafnfirsks íþróttafólks á öllum aldri.

Fjölbreytt tómstundastarf í öllum hverfum

Íþróttastarf stuðlar að jákvæðri sjálfsmynd og bættri líðan. Það gerir einnig tónlistar- og listnám, skákin, hestamennskan, skátastarfið svo fátt eitt sé talið. Þetta allt er mikilvæg forvörn. Þá þarf að huga sérstaklega vel að börnum sem ekki finna sig í keppnisíþróttum og bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf í öllum hverfum. Í slíku starfi er unnið markvisst að því að styrkja sjálfsmynd einstaklingsins, hópinn og félagsleg tengsl.  Jafnframt þarf að stemma stigum við brottfalli unglinga úr íþrótta- og tómstundastarfi með nýjum verkefnum og gera íþrótta- og tómstundarfélögum kleift að þróa starfið sitt og styðja við ný verkefni.

Hækkum tómstundastyrkina

Samfylkingin vill nýta fjárhagslegt svigrúm bæjarins til að lækka álögur, einkum fyrir barnafjölskyldur og liður í því er að hækka frístundarstyrkina og gera fleirum kleift að sækja um styrkina vegna tómstundariðkunar barna sinna.

Stefán Már Gunnlaugsson
skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2