fbpx
Sunnudagur, nóvember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkPlan Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum eða áframhaldandi stefnuleysi

Plan Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum eða áframhaldandi stefnuleysi

Eftir sjö ára óstjórn og stefnuleysi fráfarandi ríkisstjórnar í heilbrigðismálum býður Samfylkingin upp á skýran valkost: Örugg skref í heilbrigðis- og öldrunarmálum, sem hægt er að nálgast hér. Úthugsað tveggja kjörtímabila plan sem byggir á metn­aðarfullu málefnastarfi þar sem við opn­uðum flokkinn og héldum hátt í 40 fundi um allt land þar sem stefnan var mörkuð í samstarfi við fólkið í landinu og sérfræðinga úr heilbrigðiskerfinu.

Eflum heilsugæsluna – allir fái heimilislækni og heimilisteymi

Skortur á föstum tengilið veldur óöryggi í heilbrigðiskerfinu og auknu álagi annars staðar í kerfinu. Plan Samfylkingarinnar í heilbrigðismálum felur m.a. í sér að á 10 árum fái allir fastan heimilislækni. Á næsta kjör­tímabili ætlum við að setja fólk yfir 60 ára og langveika í forgang og veita heilsugæslum fjárhagslega hvata til þess að mynda teymi heilbrigðisstarfsfólks sem verði fastur tengipunktur fólks við heilbrigðiskerfið. Hér er verk að vinna því stefnuleysi fráfarandi ríkisstjórnar veldur því að á Íslandi eru einungis um 50% með fastan heimilislækni á meðan hlutfallið er yfir 95% í Noregi. Til mik­ils er að vinna því rannsóknir sýna að innlagnir á sjúkrahús eru 30% algengari hjá þeim sem ekki hafa fastan heimilis­lækni.

Ekkert gengur með nýja heilsugæslu í Hafnarfirði

Í Hafnarfirði þekkjum við vel bjargar­leysi fráfarandi ríkisstjórnar í heil­brigðismálum. Langur biðtími er eftir tíma hjá lækni á heilsugæslu og síðustu tvö kjörtímabil hafa fulltrúar Samfylk­ingarinnar í bæjarstjórn ítrekað minnt á þörfina fyrir nýrri heilsugæslu. Stefnt er að því að hún verði miðsvæðis á Völlunum. En lítið hefur þokast hjá ríkisstjórninni og fulltrúum meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn. Þörfin á nýrri heilsugæslu í stækkandi bæ er brýn en á meðan ekkert gerist lengist biðtíminn eftir læknatíma og þeim fjölgar sem ekki hafa fastan heimilislækni.

Samfylkingin er með plan og tilbúin að hrinda því í framkvæmd

Það er þörf á breytingum og nýju upphafi á Íslandi og valkostirnir í kosn­ingunum eru skýrir; plan Samfylkingar­innar eða áframhaldandi stefnuleysi hægri flokkanna. Samfylkingin er með plan í heilbrigðismálum og við erum tilbúin til þessa að hrinda því í fram­kvæmd undir styrkri verkstjórn Krist­rúnar Frostadóttur fáum við til þess um­­boð í kosningunum 30. nóvember nk.

Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði,
kennari og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2