fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanPöntunarþjónusta Strætó í Hellnahraun og leið 1 lengist inn í Skarðshlíð

Pöntunarþjónusta Strætó í Hellnahraun og leið 1 lengist inn í Skarðshlíð

Helga Ingólfsdótti skrifar um Strætó

Strætó býður pöntunarþjónustu í iðnaðarhverfið Hellnahrauni frá 1. febrúar og leið 1 lengist inn í Skarðshlíð og Hamranes í sumar.

Þann 1. febrúar næstkomandi mun ný leið númer 26 bætast við leiðakerfi Strætó og mun hún þjónusta iðnaðarhverfið Hellnahraun í Hafnarfirði

Lengi hefur verið beðið eftir þjónustu í hverfinu sem er vaxandi og frábært að fleiri stórfyrirtæki hafa ákveðið að staðsetja sig á þessu svæði. Það er því ánægjulegt að frá 1. febrúar n.k. verður pöntunarþjónusta í boði fyrir farþega Strætó í upphafi og lok hefðbundins vinnudags. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að leigubílar munu annast aksturinn en panta þarf ferð með því að hringja í Hreyfil í síma 588 5522 hálftíma fyrir áætlaða brottför samkvæmt tímatöflu:

Tímatafla

Í boði verða 5 ferðir á hálftíma fresti í hvora átt kl. 7-9 virka daga og 7 ferðir á hálftíma fresti  kl. 15-18 virka daga. Eingöngu verður hægt að greiða fyrir ferðina  með því að sýna Strætókort, KLAPP kort, fargjald í KLAPP eða KLAPP tíu.

Þessi nýja strætóleið er númer 26 og bætist við leiðakerfi Strætó og endastöð leiðarinnar verður við Ásvallalaug þar sem farþegar geta skipt í og úr leið 1 og 19.  Einnig er leið 21 í Háholti skammt undan með nýju göngubrúnni sem þverar Reykjanesbrautina. Pöntunarþjónustan er fyrsta skrefið í að þjónusta ört vaxandi iðnaðarhverfi í Hellnahrauni og þjónustan verður aukin eftir því sem eftirspurnin vex. Á myndinni má sjá hvar hvar stoppistöðvar eru staðsettar á leið 26.

Leið 26 og staðsetningar stoppistöðva.

Leið 1 lengist í Skarðshlíð og Hamranes

Þá mun leið 1 í sumar breytast þar sem endastöð leiðarinnar mun færast frá Hvannavöllum  og verða við Nóntorg í Skarðshlíð.  Með þessari breytingu munu íbúar í Skarðshlíð og Hamranesi fá betra aðgengi að leið 1 sem er öflugasta leið strætó í núverandi kerfi.

Mynd af breytingu á deiliskipulagi við Nóntorg vegna nýrrar biðstöðvar og aðstöðu fyrir vagnstjóra.

Leiðakerfi Strætó er í stöðugri þróun og markmiðið að fjölga vistvænum ferðum.  Með nýju greiðslukerfi er auðvelt að nálgast miða í gegnum síma eða netið og litlu miðarnir munu brátt heyra sögunni til.

Helga Ingólfdóttir,
bæjarfulltrúi, formaður Umhverfis- og framkvæmdaráðs og fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Strætó.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2