fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkRósrauðu klæðin hennar Möggu Gauju?

Rósrauðu klæðin hennar Möggu Gauju?

Helga Ingólfsdóttir skrifar:

Ég fagna því að bæjarfulltrúi Margrét Gauja Magnúsdóttir er sammála mér um mikilvægi þess að lögfesta rétt barna til dagvistunar frá 12 mánaða aldri. Fullyrðingum um að ég sé ekki samkvæm sjálfri mér vísa ég algjörlega á bug enda engin rósrauð klæði í augsýn.  Mikilvægt skref var stigið í Hafnarfirði á síðasta ári þegar fest var í reglur að öll börn eigi rétt á leikskóla frá 18 mánaða aldri.  Mikil ánægja er meðal foreldra með þessa breytingu enda hefur hún í för með sér að bærinn niðurgreiðir kostnað vegna dagforeldragæslu frá 18 mánaða aldri ef leikskólapláss er fyrir hendi en niðurgreiðslan var áður miðuð við 2ja ára aldur.  Þetta skiptir verulegu máli fyrir foreldra ungra barna.

Ég vil halda áfram á þessari braut og færa inntökualdurinn til eins árs og setja dagforeldrakerfið undir sveitarfélagið þannig að foreldrar geti þá leitað til síns sveitarfélags varðandi pláss á leikskóla eða hjá dagforeldri  þegar fæðingarorlofi lýkur.

Ávinningurinn er tvíþættur:  Annars vegar yrði það á ábyrgð sveitarfélagsins að tryggja framboð í samræmi við þarfir og svo það að með lögfestingu þess að börn eigi rétt á dagvistun eða leikskólaplássi við 12 mánaða aldur verður greiðsluþátttaka foreldra sú sama fram að því að barnið fer í grunnskóla.

Til þess að hrinda þessum góðu fyrirætlunum í framkvæmd þarf að kostnaðarmeta verkefnið og skoða hver þátttaka ríkisins ætti að vera í þessu mikilvæga verkefni.

Höfundur er bæjarfulltrúi, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og frambjóðandi í 2.-4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi þann 10. september.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2