fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanSamgönguráðherra afskrifar Reykjanesbraut

Samgönguráðherra afskrifar Reykjanesbraut

Ó. Ingi Tómasson skrifar

Á kjörtímabilinu hefur Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði lagt mikla áherslu á að farið verði í úrbætur á Reykjanesbraut. Við fengum í gegn með mikilli vinnu og góðri aðstoð Jóns Gunnarssonar, alþingismanns og þáverandi samgönguráðherra að mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg fóru í framkvæmd sem er nú mikil samgöngubót og tryggir aukið öryggi okkar vegfarenda. Á fjárlögum fyrir árið 2018 segir: „Þá verður um 600 m.kr. varið til framkvæmda við Reykjanesbraut“. Ákveðið hefur verið að fara í bráðabirgða framkvæmdir við Kaplakrika sem kosta 70-100 miljónir. Bæjarstjórn og umhverfis- og framkvæmdaráð hafa hafnað bráðabirgðalausnum með ljósastýrðum gatnamótum við Lækjargötu og vilja varanlegar lausnir á þeim stað.

Ummæli ráðherrans

Í morgunþætti rásar 2 á RÚV. þann 6. maí sl. kom fram hjá Sigurði Inga Jóhannssyni, samgönguráðherra að ekki verði farið í að tvöfalda Reykjanesbrautina frá kirkjugarði að Krýsuvíkurvegi. Bar hann fyrir sig að ljúka þyrfti skipulagi og hönnun, að ekki væri rétti tími árs til að byrja á verkinu, að allar 600 milljónirnar sem eru á fjárlögum færu í úrbætur við hringtorgin(?), að ekki síður þyrfti að klára tvöföldun brautarinnar sunnan Krýsuvíkurvegar og mörg önnur verk í samgöngumálum væru ekki síður aðkallandi.

Samþykkt fjárlaga standi

Við Hafnfirðingar krefjumst að framkvæmdavaldið standi við samþykkt Alþingis. Að loknum framkvæmdum við Kaplakrika standa eftir um 500 milljónir af fjárveitingu Alþingis. Skipulag á tvöföldun Reykjanesbrautar hefur legið fyrir í nokkur ár, samkvæmt mínum upplýsingum þarf ekki langan aðdraganda til að bjóða verkið út. Alþingi samþykkti 4000 milljóna auka fjárveitingu í vegakerfið. Auðvelt væri að bjóða verkið út og bæta 300 milljónum við þær 500 sem eftir standa og hefja framkvæmdir í haust og ljúka á næsta ári með viðbótarfjármagni. Við krefjumst svara um hvað verði um þessar 500 milljónir sem ætlaðar eru í Reykjanesbraut samkvæmt löggjafanum. Þolinmæði Hafnfirðinga á ástandinu á Reykjanesbraut er löngu þrotin.

Ó. Ingi Tómasson
bæjarfulltrúi og á 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2