fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanStaðan á Bláfjallavegi/Leiðarendavegi

Staðan á Bláfjallavegi/Leiðarendavegi

Lovísa Björg Traustadóttir skrifar.

Syðri hluta Bláfjallavegar sem nefnist nú Leiðarendavegur  var lokað tímabundið í febrúar árið 2020 vegna vatnsverndarsjónarmiða.  Vegurinn er í eigu ríkisins og var ákveðið að fara í umhverfis- og áhættumat fyrir veginn frá Krýsuvíkurvegi að Bláfjöllum.  Matið með tilliti til t.d. mögulegs olíuleka á þessari leið átti að liggja fyrir eigi síðar en fyrir árslok 2021.

Umhverfis og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar ítrekaði beiðni sína til Vegagerðarinnar í febrúar síðastliðnum um kostnaðar- og áhættumat og áréttaði að heimild til lokunar var veitt tímabundið vegna forgangsröðunar verkefna í ljósi áforma um framkvæmdir á Bláfjallasvæðinu.

Hafnarfjarðarbær á bæði aðild að Bláfjallafólkvangi og Reykjanesfólkvangi. Því er það mikilvægt fyrir okkur Hafnfirðinga að þessi vegarkafli verður opnaður á ný, enda stendur til mikil uppbygging á skíðasvæðinu í Bláfjöllum.  Það er einnig mikilvægt í ljósi umferðaröryggissjónarmiða að leiðin verði opnuð.  Bæði auðveldar það Hafnfirðingum og fólki af Reykjanesskaganum aðgang að skíðasvæðinu, það léttir á umferð í gegnum höfuðborgarsvæðið og eins ef Suðurlandsvegur lokast vegna slysa eða annarra orsaka þá auðveldar það fólki að komast úr Bláfjöllum.

Gögn sýna að unnt er að gera endurbætur á þessari leið þannig að tryggt verði að umferðaröryggissjónarmið vegna vatnsverndar séu fullnægjandi.

Rafvæðing bílaflotans er í stórsókn og verða nýskráningar dísel- og bensínbifreiða óheimilar eftir árslok 2030.  Ég er vongóð um að vegurinn verði opnaður aftur skíðaunnendum og útivistarfólki til mikillar ánægju.

Lovísa Björg Traustadóttir,
varabæjarfulltrúi og er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2