fbpx
Miðvikudagur, janúar 22, 2025
HeimFréttirPólitíkStjórnmál og veruleikinn

Stjórnmál og veruleikinn

Ómar Smári Ármannsson skrifar

Stjórnmál eiga jafnan að fjalla um veruleikan. Í dag, í nóvembermánuði árið 2024, er staðreyndin þó allt önnur.

Tilgangur stjórnmálanna miðast fyrst og fremst að því að fá tiltekna einstaklinga kjörna á þing – jafnvel með þeirra tilbúnu og innistæðulausu loforðum. Reynslan hefur því miður sýnt að einungis fá gefin loforðin hafa síðar orðið að veruleika. Ástæðan er sú að hinir kjörnu fulltrúar ætluðu sér annað hvort aldrei að efna gefin loforð, eða þau voru þeim um megn í bland við ólík sjónarmið annarra flokka er kom að gildu samstarfi. Öll loforðin sú fyrrum voru því einungis til að blekkja væntanlega kjósendur þeim til handa.

Stjórnmál er ferli bindandi ákvarðanatöku fyrir hóp af fólki. Algengast er að tala um stjórnmál í sambandi við ákvarðanatöku fyrir ríki og sveitarfélög. Í lýðræðisríkjum sem byggja á fulltrúalýðræði eru stjórnmálamenn kosnir til valda. Þeim er falið umboð til ákvarðanatöku fyrir hóp fólks, sem þeim jafnan gleymist.

Í hnattrænu samhengi eru ríki grunneiningar stjórnmála. Þýski félagsfræðingurinn Max Weber skilgreindi stjórnmál sem „viðleitni til að eiga hlut í völdum eða til að hafa áhrif á skiptingu valda, hvort sem er milli ríkja eða milli hópa manna innan sama ríkis.“
Í dag eru stjórnmálin því miður um of smituð af lygum. Sjúkdómurinn sá hefur reyndar varað í langtíma.

Páll Skúlason, sá mæti háskólamaður og rektor Háskóla HÍ, fjallaði m.a. um „Hugsun og veruleika“ árið 1975. Síðan eru liðin 50 ár. Umfjöllun PS er þó jafn gjaldgeng í dag og þá var.

Það sem fólkið þarfnast í dag, hvort sem það býr á Völlunum í Hafnarfirði eða annars staðar hér á landi, er trúverðugleiki er kann að nálgast VERULEIKANN, sem við lifum í.

Ómar Smári Ármannsson,
íbúi á Völlum og f.v. aðst.yfirlögregluþjónn

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2