fbpx
Þriðjudagur, desember 17, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkStöðugleiki og traust er það sem vantar

Stöðugleiki og traust er það sem vantar

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar:

Umrótið í samfélaginu er mikið og nauðsynlegt að koma á stöðugleika og festu við stjórn landsins. Það fylgir því mikil áskorun að bjóða sig fram til setu á Alþingi. Í dag er landslag stjórnmálanna því miður ekki í þeim farvegi sem æskilegt væri. Úr því er hins vegar hægt að bæta. Stærsta verkefnið er koma á ný trausti milli almennings og þeirra sem taka sæti á Alþingi að loknum kosningum í október. Það er öllum ljóst mikilvægi þess að á Alþingi ríki andrúmsloft góðra samskipta og samvinnu.

Sjálfur hef ég starfað með Willum Þór Þórssyni á vettvangi stjórnmálanna og innan knattspyrnunnar. Störf hans á Alþingi og innan íþróttanna báru vott um samviskusemi og mikla þekkingu. Í öllu okkar samstarfi kom í ljós hversu mikill leiðtogi og góður liðsmaður Willum Þór er, ásamt því að hafa mikla þekkingu á málefnum íslensks sam­félags. Hvar sem hann kemur hefur hann jákvæð áhrif á umhverfi sitt.

Ég er einn af þeim fjöl­mörgu sem á síðustu vikum hafa skorað á Willum Þór að taka 1. sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi og hefur hann sem betur fer ákveðið að verða við þeirri áskorun. Fram­­undan er snörp kosn­inga­­barátta sem vonandi verð­ur háð á drengilegan hátt. Það er mjög mikilvægt að afloknum kosning­um að heiðarlegt og samviskusamt fólk veljist til forystu. Við þurfum fleiri einstaklinga líkt og Willum Þór á Alþingi okkar Íslendinga til að koma á stöðugleika og trausti í íslensku samfélagi.

Ágúst Bjarni Garðarsson,
stjórnmálafræðingur og MPM.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2