fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkStóraukinn stuðningur við barnafjölskyldur

Stóraukinn stuðningur við barnafjölskyldur

Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar

Á næsta kjörtímabili ætlar Samfylkingin að setja fjölskyldur í forgang og stórauka stuðning við barnafjölskyldur. Það ætlum við m.a. að gera með því að stórefla barnabótakerfið að norrænni fyrirmynd. Samfylkingin ætlar að greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum þannig að meðalfjölskyldan með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar með sömu laun 77 þúsund krónur á mánuði. Þessi mikilvægi stuðningur við börn og barnafjölskyldur verður fjármagnaður með upptöku stóreignaskatts á hreina eign yfir 200 milljónir. Hér er um mikilvægt sanngirnismál að ræða en auk þess er það einfaldlega góð hagstjórn að styðja við bakið á barnafjölskyldum með þessum hætti svo foreldrar geti fjárfest í hag barna sinna til framtíðar.

Jöfn tækifæri óháð efnahag

Hnignun barnabótakerfisins er staðreynd. Frá 1990 hefur stuðningur með hverju barni minnkað um meira en helming í hlutfalli við landsframleiðslu. Á meðan meðaltekjufjölskylda á Íslandi fær engar barnabætur fengi sama fjölskylda annars staðar á Norðurlöndum allt að 50 þúsund krónur á mánuði. Því eiga of margir foreldrar í vandræðum með að uppfylla þarfir barna sinna og óvænt útgjöld geta sett strik í reikninginn. Þess vegna verður að hækka barnabæturnar og það ætlar Samfylkingin að gera og tryggja þannig að börn búi við jöfn tækifæri óháð efnahag.

Ný ríkisstjórn nauðsynleg

Ef auka á stuðning við barnafjölskyldur þurfum við nýja ríkisstjórn. Forsenda nýrrar og betri ríkisstjórnar er öflug Samfylking. Við biðjum ykkur því um stuðning í kosningunum 25. september svo hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn að loknum kosningum, ríkisstjórn sem berst af öllu afli fyrir hagsmunum barnafjölskyldna.

Árni Rúnar Þorvaldsson
skipar 8. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2