fbpx
Þriðjudagur, nóvember 5, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanSuðurnesjalína 2

Suðurnesjalína 2

Af hverju þarf að byggja nýja línu á milli Hafnarfjarðar og Reykjaness?

Landsnet áformar byggingu 220 kV raflínu, Suðurnesjalínu 2 milli Hafnar­fjarðar og Rauðamels í landi Grinda­víkur. Línan hefur verið lengi í undir­búningi en nauðsynlegt er að ráðast í framkvæmdir til að bæta afhendingaröryggi raf­orku á svæðinu og auka flutn­ingsgetu raforkukerfisins milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Í dag er ein 132 kV raflína sem sér um flutning til og frá Suðurnesjum, Suður­nesjalína 1, sem liggur frá Hamranesi í Hafnarfirði að Fitjum í Reykjanesbæ. Þar sem Suður­nesjalína 1 er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum, eru ekki til staðar aðrar flutningsleiðir ef hún fer úr rekstri. Áhrif þess að Suðurnesjalína 1 fari skyndilega úr rekstri er nær undantekningarlaust straumleysi á Suður­nesjum með tilheyrandi neikvæð­um áhrifum á heimili og fyrirtæki. Með tilkomu nýrrar línu, Suðurnesjalínu 2 verður flutningskerfið sveigjanlegra í rekstri og eykur afhendingaröryggi til muna.

Landsnet leggur til: 32 km loftlínu um Hrauntungur og 1,4 km jarðstreng í Hafnarfirði
Við erum stödd á mikil­vægum tímamótum í undir­búningi fram­kvæmdarinnar þar sem vinnu við gerð frum­mats­skýrslu vegna Suður­nesja­línu 2 er lokið og skýrsl­an hefur verið lögð fram til kynningar. Í frum­mats­skýrsl­unni er fyrirhugaðri fram­kvæmd lýst, lagt mat á þá umhverfisþætti sem tilgreindir voru í matsáætlun og lagðar til mótvægisaðgerðir til að draga úr áhrifum framkvæmdarinnar. Aðal­valkostur Landsnets felst í lagningu 32 km loftlínu um Hrauntungur og 1,4 km jarðstreng í Hafnarfirði. Auk aðal­valkostar eru metin umhverfisáhrif fimm valkosta í skýrslunni bæði loftlínu og jarðstrengskosta.

Samráð og samtal

Í undirbúningsferlinu hefur verið lögð áhersla á samráð og samtal við hagsmunaaðila en stofnað var verk­efnaráð sem fundað hefur reglu­lega, haldnir hafa verið upplýsingafundir fyrir landeigendur, sveitarstjórnir ofl. Fjölmargar ábendingar og athugasemdir hafa komið fram á þessum fundum sem við höfum brugðist við og má sjá nánar um það ferli á vefsíðu Landsnets undir framkvæmdir, Hafnarfjörður – Suður­nes

Má bjóða þér í spjall við okkur?

Við verðum með opið hús í Álfagerði í Vogum þriðjudaginn 11. júní og á Ásvöllum miðvikudaginn 12. júní á báðum stöðum kl. 17-19 þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um fyrir­hugaða framkvæmd vegna Suðurn­esjalínu 2. Á staðnum verða sér­fræð­ingar sem stóðu að gerð frum­mats­skýrslunnar en skýrslan er í kynningu til 18. júlí. Það geta allir komið með athugasemdir um það sem betur má fara eða lýst ánægju sinni með fyrir­hugaða framkvæmd.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Skýrsluna og viðauka má finna á vefsíðu Suðurnesjalínu 2 á landsnet.is

Elín Sigríður Óladóttir samráðsfulltrúi Landsnets.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2