fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimUmræðanÞað er gott að eldast í Hafnarfirði en það gæti líka verið...

Það er gott að eldast í Hafnarfirði en það gæti líka verið betra

Guðmundur Fylkisson skrifar

Þrátt fyrir að ég sé nýlega kominn yfir fimmtugt þá hef ég í tæpan áratug unnið að málum eldri borgara hér í Hafnarfirði, bæði í stjórn Öldungaráðs Hafnarfjarðar og síðan í stjórn Hollvinasamtaka Sólvangs. Þar hef ég unnið með góðu fólki, bæði með sterkar pólitískar skoðanir og svo „óháðum“ einstaklingum. Markmið þessa hóps hefur verið að auka við lífsgæði þeirra sem kjósa að verja síðasta æviskeiðinu í Hafnarfirði.

Bygging nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang er ekki fjölgun hjúkrunarrýma. Þar er verið að byggja nýtt 60 íbúa heimili í stað þess gamla sem einnig er 60 íbúa. Ein af rökunum fyrir því að byggja við gamla Sólvang er samnýting á ýmsum atriðum en einnig sú stefna að gera Sólvangsreitinn að miðpunkti öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Við þurfum annað hjúkrunarheimili og það er til undirbúningsvinna sem var unnin vegna hjúkrunarheimilis í Skarðshlíðinni. Í gangi eru viðræður við ríkið um fjölgun um 33 rými sem væntanlega koma til með endurbótum á gamla Sólvangi. Í skýrslu heilbrigðisráðherra kemur svo fram að skoðaðir verði möguleikar á fjölgun hjúkrunarrýma í Hafnarfirði og Mosfellsbæ um 60 rými samtals. Þegar tekin er ákvörðun um fjöldann þá á hún ekki að vera pólitísk heldur tekin á rekstrarfræðilegum grunni.

Við þurfum svo að finna leið til að byggja nýtt hús í líkingu við Hjallabraut 33. Þar eru íbúðir í eigu íbúa og þar eru leiguíbúðir. Þar er einnig matsalur þar sem íbúar og aðrir eldri borgarar geta komið, ásamt afþreyingaaðstöðu af ýmsum toga.

Í níu mánuði ársins eru mötuneyti grunnskólana opin, í öllum hverfum bæjarins. Af hverju erum við ekki að nýta þau til að koma mat til eldri borgara út í hverfin sín. Í dag getur fólk komið á Hjallabrautina og þeir sem uppfylla skilyrði geta fengið mat sendan heim.

Guðmundur Fylkisson
skipar 13. sæti á lista Framsóknar og óháðra í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2