Það sem flestir kjósendur í Hafnarfirði virðast helst vilja eru breytingar. En ef að breytingarnar snúast bara um hvort það vill Sjálfstæðisflokkinn eða Samfylkinguna hverjar eru þá breytingarnar?
Þessir flokkar hafa ráðið öllu hérna í bænum frá því að elstu menn muna.
Það að velja til skiptis þessa tvo flokka er ekki að velja breytingar.
Í þessum kosningum hefur þú kæri Kjósandi skýran kost að velja ef þú villt breytingar.
Villtu nýtt fólk með nýjar áherslur og sýn á hvernig bærinn þinn verður eða villtu óráðssíu í peningamálum, einsog í tíð Samfylkingarinnar undir stjórn Bæjarstjóraefnis þeirra, eða stöðnun og framtaksleysi Sjálfstæðisflokksins og áframhaldandi sölu eigna bæjarins?
- Villtu faglega ráðinn Bæjarstjóra eða pólitískan?
- Villtu áframhaldandi stöðnun, framtaksleysi og íbúðaskort?
- Villtu áframhaldani sölu á eignun bæjarins?
- Villtu aftur óráðssíu í fjármálum bæjarins?
- Kæri Kjósandi ef þú segir nei við einhverri af þessum spurningum; kjóstu þá breytingar.
- Viðreisn er skýr kostur fyrir þá sem vilja virkilega breytingar.
https://vidreisn.is/hafnarfjordur/stefnan/
Auðbergur Magnússon,
skipar 5. Sæti Viðreisnar í Hafnarfirði.