fbpx
Sunnudagur, nóvember 17, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanÞess vegna vill Viðreisn faglega ráðinn bæjarstjóra

Þess vegna vill Viðreisn faglega ráðinn bæjarstjóra

Vaka Ágústsdóttir og Þröstur Emilsson skrifa

Undanfarna áratugi hefur sá háttur verið hafður á í Hafnarfirði að bæjarstjóri hefur verið ráðinn úr hópi oddvita þeirra flokka sem hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn. Undantekning var gerð eftir kosningarnar 2014 og faglegt ráðningarferli viðhaft.

Nú eru blikur á lofti og hætt við að leitað verði í gamla farið og bæjarstjóri valinn úr hópi þeirra flokka sem mynda meirihluta í bæjarstjórn. Það er algjörlega háð því hvaða flokkar koma til með að mynda meirihluta.

Viðreisn hefur frá upphafi sagt að faglegt ferli verður viðhaft þegar kemur að ráðningu bæjarstjóra. Geta önnur framboð sett fram slík loforð? Geta þau lofað Hafnfirðingum því að ráðinn verði bæjarstjóri með faglegu og opnu ferli?

Við ráðningu bæjarstjóra, framkvæmdastjóra þessa stóra fyrirtækis okkar Hafnfirðinga allra, þarf að skilgreina skýrt hvaða þekkingu, hæfni og reynslu þarf í starfið og umfram allt samræma þessi atriði þeim markmiðum sem þurfa að nást hér innan bæjarfélagsins.

Það er alls ekki sjálfgefið að oddvitar flokkanna sem nú bjóða fram, hafi þá þekkingu eða hæfni sem til þarf í starf bæjarstjóra. Hafnfirðingar verð að geta treyst því að bæjarstjóri taki ákvarðanir þar sem pólitískir hagsmunir þvælast ekki fyrir. Bæjarstjóri þarf að sýna öllum kjörnum fulltrúum aðhald. Hafnfirðingar verða að geta treyst því að fjármunir þeirra séu nýttir á sem hagkvæmastan hátt og að almannahagsmunir ráði umfram sérhagsmuni.

Flokkatengsl hafa alltof lengi ráðið ríkjum við ákvarðanatöku í stjórnsýslu bæjarins. Stjórnsýslan verður að vera fagleg og allar ákvarðanir hennar eiga að byggja á jafnræði og meðalhófi.

Þess vegna vill Viðreisn faglega ráðinn bæjarstjóra.

Vaka Ágústsdóttir
skipar 2. sæti á lista Viðreisnar.

Þröstur Emilsson
skipar 3. sætið á lista Viðreisnar.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2