fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanTímaflakkið

Tímaflakkið

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Eins og tímaflakkið var bylting fyrir marga sjónvarpsnotendur er kosning utan kjörstaðar bylting fyrir almenna borgara í lýðræðissamfélagi.

Það er brjáluð hugmynd að þurfa ekki að kjósa á fyrirfram ákveðnum degi og þurfa ekki að standa prúðbúin í röð. Utankjörstaðakosning er nefnilega ekki bara fyrir sjómenn og ferðalanga. Hún er fyrir nútímafólk sem vill ráða sinni dagskrá sjálft. Fyrir fólk sem vill nýta lýðræðisleg réttindi sín en njóta þess líka að fara út að skemmta sér kvöldið fyrir kjördag. Þú getur kosið á leið heim úr vinnu eða á leiðinni í innkaupaleiðangurinn. Hvenær hentar þér að kjósa? Þú getur svo nýtt kjördaginn með fjölskyldunni, farið í veislu eða verið heima, þitt er valið.

Mikið væri notalegt að skríða fram úr rúminu á kjördag, hanga á náttfötunum allan daginn og horfa á útsvarið á tímaflakkinu. Án þess einu sinni að hafa samviskubit.

Hildur Björg Vilhjálmsdóttir
skipar 3. sæti Pírata í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2