fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanUm fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar

Um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir skrifar.

Það getur ekki annað en talist fagnaðarefni þegar vel gengur í rekstri bæjarfélagsins og gleðst ég yfir því. Það er hins vegar minna gaman þegar fulltrúar meirihlutans skrifa um það í greinar í blöðum að það sé einungis vegna þess að þau hafi verið svo snjöll í rekstrinum en gleyma að taka fram að það er hagvexti í landinu að þakka.

Skatttekjur eru 1184 milljónir meiri en reiknað var með og greiðslur úr jöfnunarsjóði meira en 400 miljónir meira en áætlað var fyrir síðasta ár. Betri fjárhagsstaða uppá tæpar 1600 milljónir er því nær einungis vegna aukinna tekna en ekki vegna hagræðingar í rekstri. Það sama á við hér og hjá öðrum sveitarfélögum tekjur sveitarfélaga hafa aukist vegna hagstæðra ytri skilyrða.

Það blasir líka við að núverandi meirihluti hefur ekki staðið sig sem skyldi þegar kemur að þjónustu við bæjarbúa og hafa að sjálfsögðu útgjöld sparast við það og má þar helst nefna þjónustu við foreldra ungra barna, rekstur leikskóla, kaup á félagslegu húsnæði og aðgerðarleysi meirihlutans við húsnæðisvanda bæði ungra Hafnfirðinga og eldri.

Það má heldur ekki gleyma því hvaða búi núverandi meirihluti tók við en fyrrverandi meirihluti Vinstri grænna og Samfylkingar vann að því ötullega og með frábærum árangri að endurfjármagna erlend lán og er afraksturinn af því að skila sér nú jafnt og þétt. Hér í Hafnarfriði byrjaði viðsnúningurinn í rekstrinum til betri vegar, eftir hörmungar hrunsins, árið 2013 einmitt í tíð fyrri meirihluta Vinstri Grænna og Samfylkingar.

Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
bæjarfulltrúi Vinstri grænna og skipar fyrsta sæti á lista Vinstri grænna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2