fbpx
Mánudagur, desember 16, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanÚtrýmum öldrunarfordómum

Útrýmum öldrunarfordómum

Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir sem skipar 2. sæti á framboðslista VG í S-V kjördæmi

Því miður heyrum við oft í fjölmiðlum að nú sé alvarlegt ástand á Landspítalanum. Aldrað fólk teppi pláss og hindri að við yngra fólkið komumst í nauðsynlegara aðgerðir. Við heyrum líka að eldra fólk „liggi í alltof dýrum plássum“ og að „fráflæðisvandi“ spítalans sé mikill.  Á bak við þessa frasa err fólk eins og við hin sem hefur það eitt til saka unnið að vera á tilteknum aldri með flókin heilsufars vandamál. Við hin leyfum okkur að líta á þau sem vandamál.  Við leyfum okkur tiltekna orðræðu sem gerir lítið úr þessum einstaklingum og smækkar þau niður í „vandamál“.

Heilsufarsvandi eldra fólks er hvorki merkilegri eða ómerkilegri en vandi yngra fólks, en stundum flóknari. Stundum þurfa margir að koma að meðferð og úrræðum. Það má ekki þýða að við neitum eldra fólki um þjónustu. En það gerum við samt.

Við látum það viðgangast árum saman að ekki sé sérhæfð meðferðardeild fyrir eldra fólk með geðsjúkdóma. Við létum það gerast að  sérhæfðri líknardeild fyrir aldraða væri lokað. Við horfum á biðlista eldra fólks eftir aðgerðum lengjast.  Við lokum augunum fyrir því að eldra fólk þurfi að bíða mánuðum saman eftir hjúkrunarrými. Við sættum okkur við að eldra fólk sé þvingað inn á stofnanir sem það vildi helst ekki fara á. Við látum það taka meira en 7 ár að leiðrétta kjör aldraðra með sjálfsögðum breytingum á almannatryggingakerfinu.

Allt þetta látum við gerast.  Eldra fólk er bara fólk eins og ég og þú. Við þurfum að útrýma öldrunarfordómum.

Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir
skipar 2. sæti á lista VG í S-V kjördæmi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2