fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimUmræðanVallaannáll IV - Staðsetningin skiptir máli

Vallaannáll IV – Staðsetningin skiptir máli

Það þyrfti ekki að vera svo mikill ágreiningur um þetta Carbfix-dæmi í Hafnarfirði ef hlutaðeigendur gætu borið gæfu til að gefa sér svolítinn tíma til að hugsa aðeins „út fyrir kassann“.

Málið er að ágreiningurinn snýst ekki um aðferðafræðina, starfsfólkið eða mögulegan tilgang verkefnisins. Það snýst einfaldlega um staðsetninguna. Gert er ráð fyrir henni svo til við dyraþröskuld bæjarins með bæði mögulegum og líklegum óþægindum fyrir íbúana – af fyrri reynslu að dæma af hliðstæðri framkvæmd annars staðar. Þeir kæra sig bara ekkert um slíkt.

Mótmæli fela jafnan í sér ábendingar um hvað mætti betur fara. Þegar t.d. hefur verið áætlað að leggja háspennulínumöstur um fallegt umhverfi, að ekki sé talað um íbúðarsvæði, koma fram ábendingar um að leggja mætti línuna í jörð með sama árangri, en með miklu mun minna umhverfisraski. Rökin á móti hafa þá verið þau að jarðstrengjalagningin væri dýrari í framkvæmd, en þó ekki ómöguleg.

Í mörgum tilvikum hefur náðst sátt um að línan verði lögð í jörð á viðkvæmustu svæðunum, þrátt fyrir aukinn kostnað.

Lausnin er fólgin í fjarlægðinni. Beri hlutaðeigendur gæfu til að fjarlægja möguleg og líkleg óþægindi af tilvist Carbfix frá íbúum Hafnarfjarðar er þar með fundin lausn á staðsetningardeilunni – jafnvel þótt það kunni að fela í sér einhvern aukinn upphafskostnað.

Ómar Smári Ármannson,
fornleifafræðingur og leiðsögumaður
www.ferlir.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2