fbpx
Föstudagur, janúar 17, 2025
HeimUmræðanVallaannáll VIII

Vallaannáll VIII

Ómar Smári Ármannsson skrifar:

Meirihluti íbúa í Ölfusi, eða sjötíu prósent, hafnaði í íbúakosningu, að veita Heidelberg Materials starfsleyfi í Þorlákshöfn til að reisa þar mölunarverksmiðju.

Niðurstöðuna ætti engan að undra; að láta sér detta í hug að flytja út heilt fjall frá Íslandi til Þýskalands með tilheyrandi ruðningsáhrifum ætti nú að hafa a.m.k. kveikt einhverjar skynsemisljóstýrur í kollum þeirra er annars höfðu blindast af gróðahyggjunni.

Niðurstaðan ætti að vera íbúum Hafnarfjarðar leiðarljós ef og þegar kemur að íbúakosningu um Carbfix-verkefnið er ætlar að reisa niðurdælingastöðvar samansafnaðs sorpefnis víðast hvar úr heiminum í jaðri íbúabyggðarinnar með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúana.

Ómar Smári Ármannsson

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2