fbpx
Miðvikudagur, júlí 17, 2024
HeimUmræðanVið bjóðum fram til að standa vaktina

Við bjóðum fram til að standa vaktina

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar

Píratar ætla að standa vaktina fyrir ykkur og með ykkur til þess að byggja upp sterkt nærsamfélag og ábyrga stjórnsýslu. Hvernig förum við að því?

Frá því að Píratar voru stofnaðir höfum við markvisst unnið að því að opna stjórnsýsluna, veita aðgengi almennings að ákvarðanatöku og bent á ábyrgð hins opinbera gagnvart kjósendum. Við höfum kjark til að takast á við þá sem standa í vegi fyrir ábyrgum og mannlegum stjórnmálum. Það höfum við sýnt í erfiðum málum.

Við höfum lagt áherslu á gegnsæi í stjórnsýslu og að þjónusta við bæjarbúa sé einföld og aðgengileg. Árið 2014 boðuðu Píratar að gerð yrði óháð stjórnsýsluúttekt á störfum sveitarstjórnar Hafnarfjarðar, úttekt á velferðarþjónustu bæjarins, eflingu á þjónustu til allra bæjarbúa, að unnið yrði að ráðningu fagfólks í íþrótta- og tómstundastarfi, ásamt ítarlegri kortlagningu á íþrótta- og tómstundastarfi.

Kennsla til nemenda í skólum yrði með einstaklingsmiðaðri nálgun og aðferðafræði og núverandi form aðalskipulags yrði endurskoðað með það að markmiði að auka þátttöku íbúa og gegnsæi í ákvarðanatöku. Nú, má enn sjá þessar áherslur í stefnumálum okkar auk þess sem við höfum safnað upplýsingum til þess að kortleggja hvað betur mætti fara í störfum Hafnarfjarðarbæjar. Píratar telja að enn skorti samráð við íbúa við ákvarðanatöku er varðar hagsmuni þeirra og að aðkoma fagaðila við úrlausn og skipulagningu mála sé ábótavant. Við viljum auka aðgengi bæjarbúa að upplýsingum sem varða þá svo og störf sveitarstjórnar. Við bjóðum okkur fram til að standa vaktina fyrir bæjarbúa, með bæjarbúum.

Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir
skipar 1. sæti á framboðslista Pírata í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2