fbpx
Miðvikudagur, desember 25, 2024
target="_blank"
HeimFréttirPólitíkVinna, vöxtur, velferð

Vinna, vöxtur, velferð

Framsókn hefur í 108 ár unnið að stöð­ugum umbótum í íslensku sam­félagi og nálgast verkefnin hverju sinni með samvinnu að leiðarljósi. Þrátt fyrir langa sögu og miklar samfélagslegar breytingar þá hafa grunn gildi flokksins staðist tímans tönn og eiga jafn vel við í dag og þegar flokkurinn var stofnaður.

Framsókn setur manninn og velferð hans í öndvegi og vill byggja upp þjóð­félag á grunngildum lýðræðis, per­sónu­frelsis, jafnréttis, hagsældar og sam­félagslegrar ábyrgðar.

Áherslur okkar í Framsókn fyrir kom­andi kosningar, voru kynntar s.l. föstu­dag. Þær byggja á grunn gildum flokks­ins út frá þeim áskorunum sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir í dag. Við setjum fjölskyldur í forgang, leggjum áherslu á að bæta gott samfélag og styðja áfram við ábyrg ríkisfjármál.

Fyrir heimilið og samfélagið

Lækkun vaxta og verðbólgu er stærsta hagsmunamál heimila og fjölskyldna í dag. Það er ánægjulegt að sjá að þær aðgerðir sem þegar hefur verið gripið til eru farnar að skila árangri. Verðbólgan er að hjaðna jafnt og þétt og þá hefur Seðlabanki Íslands hafið vaxtalækkunar­ferlið. Með ábyrgri stjórnun ríkisfjár­mála munum við draga úr skuldum ríkis­­­sjóð og þ.a.l. úr kostnaði vegna vaxta­gjalda og stuðlað að bættum lánakjörum ríkisins.
Samhliða leggjum við áherslu á að skapa skilyrði fyrir áframhaldandi hag­vexti og verðmætasköpun í landinu með kröftugu og samkeppnishæfu atvinnulífi.

Áframhaldandi hagvöxtur og ábyrg ríkisfjármál skapa rými til að styðja enn betur við heimilin og velferð sam­félagsins.

Í áherslum okkar koma m.a. fram aðgerðir sem snúa að því að létta undir með fjölskyldum og heimilum í landinu með því að draga úr kostnaði vegna ma­tar og orkunotkunar. Þá er lagt til að lengja fæðingaorlof foreldra úr 12 mánuðum í 18 mánuði og hækka há­marks­greiðslur.

Húsnæðismál eru fyrirferðarmikil í áherslum okkar í Framsókn. Við viljum sjá réttlátari húsnæðismarkað og stór­aukið framboð af húsnæði í samstarfi ríkis og sveitafélaga. Hlutdeildarlánin hafa nú þegar sannað gildi sitt og því teljum við skynsamlegt að styðja enn frekar við þau með auknu fjármagni ásamt því að taka upp óverðtryggð lán á föstum vöxtum til lengri tíma til að auka fyrirsjáanleika við rekstur heimilisins.
Vinna, vöxt­ur og vel­ferð hef­ur verið leiðar­stef okkar í Framsókn. Öflugt og kraftmikið atvinnulíf er grundvöllur verðmætasköpunar og hagvaxtar sem velferð samfélagsins byggir á.

Hægt er að skoða kosninga áherslur Framsóknar á vef okkar xb.is

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra
og oddviti Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðileg jól

Jólahugvekja

Vísindi notuð í varnarskyni

H2