fbpx
Laugardagur, nóvember 16, 2024
target="_blank"
HeimUmræðanVinnum saman að bættri andlegri líðan ungs fólks

Vinnum saman að bættri andlegri líðan ungs fólks

Jón Ingi Hákonarson skrifar

Síðastliðinn áratug eða svo hefur kvíði og þunglyndi meðal ungs fólks aukist svo um munar. Ástæður þessa eru margar og samspil þeirra flókin en staðreyndin er sú að andlegri heilsu unga fólksins okkar hrakar.

Helsta kosningamál Við­reisn­­ar síðastliðið vor var kraf­an um að ráða inn sálfræð­ing í hvern skóla sem hefði það hlut­verk að hjálpa nem­endum að vinna úr vanlíðan og bæta lífs­gæði og heilsu unga fólks­ins. Framsýnir skólar eins og t.d. Mennta­skólinn við Hamra­hlíð, hafa riðið á vaðið og ráðið inn sálfræðing með góð­um árangri.

Það voru mér því mikil von­brigði að tillögu Viðreisn­ar um að taka fyrsta skrefið í þessa átt hafi verið hafnað þeg­ar fjár­hags­áætlun þessa árs var rædd í bæjarstjórn. Til­laga okkar geng­ur út á það að ráða inn einn sálfræðin í einn grunn­skóla í eitt ár og mæla á mark­vissan hátt þann árangur sem næðist. Það er ljóst að þessu fylgir ákveð­inn kostnað­ur en hann bliknar í saman­burði við þann kostnað sem fellur á bæjarsjóð þegar kvíði og þunglyndi ungs fólks fær að vaxa með þeim afleið­ingum að það flosnar upp úr skóla, vinnu og félags­starfi. Kostnað­urinn flyst ein­fald­lega milli málaflokka, frá skólum til félags og fjölskyldu­þjónustunnar.

Unga fólkið okkar á allt það besta skilið.

Jón Ingi Hákonarson
oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Greinin birtist í Fjarðarfréttum, bæjarblaði Hafnfirðinga 24. janúar 2019

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2