fbpx
Laugardagur, janúar 18, 2025
HeimFréttirPólitíkVinstri græn og forgangur verkefna

Vinstri græn og forgangur verkefna

Í síðasta blað Fjarðarfrétta skrifar bæjarfulltrúinn Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir um skyldur sveitarfélaga til að uppfylla þörf um félagslegt húsnæði og tengir fjármögnun íþróttarmannvirkja við þá umræðu. Gott er að fara yfir nokkrar staðreyndir í þessu máli. Á síðasta ári keypti Hafnarfjarðarbær þrjár íbúðir til félagslegra nota, á þessu ári verða 200 miljónum varið í kaup á félagslegu húsnæði.  Á síðasta kjörtímabili, sama tímabili og VG sátu í meirihluta ásamt Samfylkingu með oddvita VG í stól bæjarstjóra síðustu tvö árin má rifja upp að ekki var fjölgað um eina félagslega íbúð á kjörtímabilinu.

Forgangur VG

Nú stingur augu bæjarfulltrúans „forgangur“ núverandi meirihluta þar sem 200 milljónir fara í kaup á félagslegum íbúðum á móti 350 milljónum í íþróttamannvirki. Eins og áður sagði var ekki fjölgað um eina félagslega íbúð á síðasta kjörtímabili, til að allrar sanngirni sé gætt þá stóð sveitarfélagið á barmi gjaldþrots á þessum tíma og því ekki mikið til ráðstöfunar. Í því ljósi og þá áherslum VG á kjörtímabilinu 2010-2014 má geta þess að settar voru yfir 700 milljónir í íþróttamannvirki, á Kaplakrika og Ásvöllum. Þessi upphæð er nálægt því sem sveitarfélagið hafði á einu til tveimur árum til framkvæmda og viðhalds.  Að endingu og í tilefni þess að bæjarfulltrúinn telur að mikið hafi verið gert á síðasta kjörtímabili til að rétta við slæma fjárhagsstöðu bæjarins þá mæli ég með fyrirlestri Stefáns B. Gunnlaugssonar, dósents við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri um fjárhagslega heilsu sveitarfélaga  flutta 20. jan. sl.

Upptökuna má finna hér.

Ó. Ingi Tómasson bæjarfulltrúi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2