fbpx
Þriðjudagur, desember 24, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUmhverfiðVísindi notuð í varnarskyni

Vísindi notuð í varnarskyni

Ómar Smári Ármannsson skrifar

Ólafur Elínarson, samskiptastjóri Carbfix, fer stórum í grein í Fjarðarfréttum 19. des. sl. þar sem hann fullyrðir m.a. að Carbfix hafi verið vísindalega vottuð, sem er rangt. Um einbera sjálfsvottun er að ræða.

Hreinleiki innflutts CO₂ með skipum fylgir bæði mengun, auk þess sem það innheldur snefilefni. Niðurdælingu CO2 fylgir jarðskjálftatíðni í nágrenninu þrátt fyrir fullyrðngar lítilmegandi um annað.

Carbfix leysir ekki loftslagsvandann á eigin spýtur og hefur ekki haldið því fram. Brýnt er að draga úr bruna jarðefnaeldsneytis, auka endurnýjanlega orkugjafa og nýta fjölbreyttar náttúrulegar, tæknilegar og samfélagslegar lausnir.

Því miður er of langt í að við getum skipt út jarðefnaeldsneyti til að það dugi til að afstýra hamfarahlýnun. Á meðan þarf ekki að bregðast við losun gróðurhúsalofttegunda með flutnings úrgangs á millum landa. Auðveldlega ætti að vera að jarða öll slík snefilefni í heimahögum án mikils flutningskostnaðar. Flest lönd hafa ekki þau jarðlög sem þarf til að binda losunina eins og við höfum. Það er okkar forskot til nýtingar fyrirliggjandi tækni til minnkunnar hlýnun jarðar. Þar sem aðstæður leyfa bindingu í jarðlög erlendis með Carbfix aðferðinni ætti að nýta hana á heimaslóðum.

Uppbygging Coda Terminal mun valda raski, rétt eins og hver önnur innviðaþróun. Ólafur segir að „Hafnarfjörður og iðnaðarsvæðið mun líklega ekki standa óbreytt til framtíðar; spurningin er hvort bæjarfélagið vilji taka þátt í þróun sannaðrar loftslagslausnar sem styður við alþjóðleg markmið um minni losun“.

Þvílík yfirlýsins og þvílíkt tilboð Hafnfirðingum til handa; „að Carbfix muni valda raski, rétt eins og önnur innviðaþróun með öllum þeim viðbjóði sem því fylgir“.

Niðurstaða:

Gagnrýni er mikilvæg í umræðunni, en mikilvægt er að byggja hana á staðreyndum og vísindalegri þekkingu, ekki órökstuddum fullyrðingum. Carbfix er reyndar ritrýnd, en langt í frá að vera alþjóðlega viðurkennd og vottuð aðferð til að binda CO₂ í berg, sem það telur vera skref í rétta átt í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Staðreyndin er hins vegar allt önnur; Hafnfirðingar þurfa ekki á innflutningi erlends úrgangs að halda til að leyfa sjálfsvottuðu fyrirtæki aðgang að annars órsökuðu landsvæði byggðalagsins.

Ómar Smári Ármannsson,
íbúi á Völlum,
fornleifafræðingur og ritstjóir ferlir.is

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2