fbpx
Sunnudagur, janúar 5, 2025
HeimÚtivistÆfa sig á gönguskíðum á malbiki - Gönguskíðafélag stofnað

Æfa sig á gönguskíðum á malbiki – Gönguskíðafélag stofnað

Aukinn áhugi á skíðagönguíþróttinni í Hafnarfirði

Nýtt gönguskíðafélag hefur verið stofnað, Gönguskíðafélag Hafnarfjarðar, en hvatamaður að stofnun þess er Sveinbjörn Sigurðsson, gönguskíðakennari og sjúkraþjálfari.

Góður malbikaður stígur.

Félagið fer rólega af stað og frekar óformlega en æfingar á rúlluskíðum eru þegar hafnar. Æfingarnar hafa verið ýmist á þriðjudögum eða miðvikudögum kl. 17.30 og mæting hefur verið við skolpdælustöðina í Hraunavík og hefur fólk æft sig á malbikuðum stíg sem liggur að golfvelli Keilis. Er félagið skilgreint sem áhugahópur um eflingu gönguskíðaíþróttarinnar á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.

Rúlluskíðin eru stutt en koma að góðum notum við æfingar.

Fallegt veður var og fullt tungl lágt á lofti þegar blaðamaður Fjarðarfrétta kíkti á æfingu og fékk að prófa rúlluskíðin í myrkrinu. Malbikaði stígurinn hentar vel, hefur bæði sveigjur og hæðir sem reynir á gönguskíðafólkið en á einstökum stöðum voru litlir steinar sem ekki sáust þrátt fyrir góð ennisljós, en þeir geta verið varasamir.

Greina má skíðin og fætur sem renna hjá.

Nú er fyrsti snjórinn kominn í Bláfjöll og búið að leggja fyrstu sporin svo væntanlega tekur fólk nú fram sjálf gönguskíðin og heldur til fjalla.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

Gleðilegt nýtt ár

Yfirkeyrsla

Beina brautin

H2