Ungir sem aldnir skátar dvelja nú á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni. Hafnfirðingar eru þar í fjölmörgum hlutverkum auk þeirra barna og unglinga sem þar taka þátt í hefðbundnu skátastarfi. Skátar úr Hraunbúum og skátagildunum í Hafnarfirði eru fjölmennir í starfsliði mótsins og í ábyrgðarstöðum. Bera þeir m.a. ábyrgð á nokkrum þeim veröldum sem þar eru starfandi og eru í mótsstjórn. Fólk dvelur gjarnan með fjölskyldum sínum og enginn er verkefnalaus og þeir yngstu fá að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá.
Veður hefur leikið við mótsgesti en mikil fluga er við vatnið. Einhverjir regndropar í dag höfðu engin áhrif á mótsgesti en veðurspá fyrir næstu daga hefur verið að breytast ört. Ungu skátarnir eru vel búnir og hafa ekki áhyggjur af smámunum eins og veðri.
Ritstjóri Fjarðarfrétta er meðal þeirra fjölmörgu Hafnfirðinga sem starfa á mótinu og hefur haft í nógu að snúast við að kenna skátunum að byggja brýr og nota.