fbpx
Þriðjudagur, júlí 16, 2024
HeimÚtivistLandsmót skáta hafið í blíðskapar veðri

Landsmót skáta hafið í blíðskapar veðri

Hafnfirskir dróttskátar sigruðu í stórleiknum

Ungur skáti úr Hraunbúum aðstoðar erlenda skáta.
Ungur skáti úr Hraunbúum aðstoðar erlenda skáta. – Ljósmynd: Guðni Gíslason

Hafnfirskur skátarnir í dróttskátasveitinni Castor 2 í Hraunbúum voru í banastuði á fyrsta heila deginum á Landsmóti skáta sem sett var í blíðviðri á Úlfljótsvatni í gær. Þeir tóku þátt í Stórleiknum, sem er eins og nafnið segir stór leikur með 37 póstum. Sveitirnar kepptust við að leysa fjölbreyttar þrautir á sem skemmstum tíma og að safna „peningum“. Dróttskátarnir 5 í Castor 2 sigruðu með glæsibrag en allir þátttakendur í leikunum komu saman í lokin, hlustuðu á dyngjandi tónlist á sviði, dönsuðu og skemmtu sér enda gleðin í fyrirrúmi umfram keppni í skátastarfinu.

Í skátaveröld byggðu skátarnir m.a. brýr og bökuðu brauð.
Í skátaveröld byggðu skátarnir m.a. brýr og bökuðu brauð. – Ljósmynd: Guðni Gíslason

Hraunbúar eru með 42 skáta á mótinu að sögn Arnars Inga Guðnasonar, fararstjóra félagsins. Fengu þeir úthlutað svæði niður við vatn þar sem veiðimenn standa úti í vatni að veiða og krakkar leika sér í fjöruborðinu. Hafa Hraunbúarnir tekið þátt í almennri dagskrá mótsins sem fer fram í hinum mismunandi veröldum, ferðaveröld, skátaveröld, undraveröld, vatnaveröld og víkingaveröld.

Erna Mjöll kom frá Dubai beint á Landsmót skáta enda lifir lengi í skátaglæðum.
Erna Mjöll kom frá Dubai beint á Landsmót skáta enda lifir lengi í skátaglæðum. – Ljósmynd: Guðni Gíslason

Á mótinu eru um 1.500 skátar á hinum hefðbundna skátaaldri og um 200 sjálfboðaliðar. Koma skátarnir víða að og hittast því skátar með mismunandi bakgrunn og reynslu og reynir mikið á samvinnu skátaflokkanna. Þá er búist við um 2.000 manns í fjölskyldubúðum þegar mest verður.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2