fbpx
Fimmtudagur, júlí 18, 2024
HeimÚtivistLjósmynd dagsins - Krýsuvík 1967

Ljósmynd dagsins – Krýsuvík 1967

Fyrsta Vormótið var haldið í Krýsuvík árið 1965

Ljósmynd dagsins tók ritstjóri Fjarðarfrétta þegar hann sem ungur ylfingur kom í heimsókn á Vormót Skátafélagsins Hraunbúa í Krýsuvík.

Myndin er tekin á litla Agfa myndavél og sýnir hluta tjaldbúðanna og Arnarfellið í bakgrunni. Þetta var 27. Vormótið sem Hraunbúar héldu og sennilega það þriðja sem haldið var í Krýsuvík.

Enn eru haldin Vormót í Krýsuvík sem fyrir löngu eru orðin landsfræg meðal skáta og fleiri. Eru þau að jafnaði fyrstu skátamót sumarsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2