fbpx
Þriðjudagur, janúar 21, 2025
HeimÚtivistSkátar í vatnsrennibraut í Krýsuvík

Skátar í vatnsrennibraut í Krýsuvík

Árlegt Vormót Hraunbúa var haldið í Krýsuvík 10.-12. júní sl. Skátar dvelja þá í tjöldum á svæði Skátafélagsins Hraunbúa undir hlíðum Bæjarfells. Fjölbreytt dagskrá er í boði, hefðbundnir skátaleikir og þrautir en vatnsrennibrautin nýtur alltaf mikilla vinsælda, hvernig sem veðrið er. Hún er heimatilbúin og einföld, plastdúkur í brekku og vatn, sem jafnvel er sápublandið er dælt á. Reyndar renna skátarnir oft langt út fyrir dúkinn og þykir ekki verra að renna hratt í grasinu.

Varðeldurinn og kakóið voru á sínum stað og Ingó veðurguð mætti sem oftar og söng með skátunum við góðar undirtektir.

Mótið var það 76. í röðinni og þemað var Tími fyrir ævintýri.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2