fbpx
Laugardagur, desember 21, 2024
target="_blank"
HeimFréttirÞema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er „þjóðsögur og ævintýri“

Þema Ratleiks Hafnarfjarðar í ár er „þjóðsögur og ævintýri“

Leikurinn er nú haldinn í 27. sinn og stendur til 24. september - Frítt ratleikskort!

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 27. sinn.

Markmiðið með leikn­um er að hvetja til útivistar og náttúru­skoðunar í fjöl­breyttu upplandi Hafnarfjarðar og um leið að vekja athygli á þeim fjöl­mörgu perlum sem leynast í okkar næsta nágrenni.

Vinsældir leiksins aukast með hverju árinu og einstaklingar, vinahópar og fjölskyldur keppast við að finna ratleiksmerkin 27 sem staðsett eru víðs vegar í bæjarlandinu.

Ómar Smári Ármannsson við álfaborg í landi Lónakots.

Ómar Smári Ármannsson, fornleifa­fræðingur, sem heldur úti fróðleiks­vefnum ferlir.is, hefur tekið saman skemmtilegt efni um hvern og einn ratleiksstaðinn og það má því segja að í ár sé sagnaleikur í gangi og myrkfælnir eru hvattir til að klára leikinn áður en fera að dimma í haust.

Fróðleikur um staðina er á kortinu en viðbótarupplýsingar fyrir hvern stað má finna á vefsíðu leiksins.

Ekki þarf að fara langt til að finna merki og ummerki um búskap og útróður fyrri alda.

Þó nokkur merki eru innanbæjar eða örstutt frá byggð og því ættu allir að geta tekið þátt.

Frítt ratleikskort

Ratleikskortin má fá án endurgjalds m.a. á eftirtöldum stöðum:

  • Fjarðarkaupum
  • Bókasafni Hafnarfjarðar
  • Ráðhúsinu
  • Bensínstöðvum N1
  • Suðurbæjarlaug
  • Ásvallalaug
  • Sundhöll Hafnarfjarðar

Ratleikur í allt sumar

Leikurinn stendur til 24. september svo nægur tími er til stefnu og þátttakendur eru hvattir til að gefa sér góðan tíma og skoða vel umhverfið á leiðinni.

Litadýrð í hellum sem finna má í Ratleik Hafnarfjarðar

Til að skila inn lausnum þarf minnst að vera búið að finna 9 merki en dregið er úr öllum innsendum lausnum og fjöldi vinninga í boði.

  1. Léttfeti: 9 merki
  2. Göngugarpur: 18 merki
  3. Þrautakóngur: 27 merki

Fjölmargir vinningar

Veittir eru þrír vinningar í hverjum flokki og á uppskeruhátíðinni verða veittir fjölmargir útdráttarvinningar en aðeins þeir sem mæta á hátíðina eiga möguleika á þeim vinningum.

Fjölmargir hafa styrkt leikinn með því að gefa vinninga: Fjallakofinn, Sundlaugar Hafnarfjarðar, Elín.is, Von mathús, Altis, Rif, Gróðrarstöðin Þöll, Napoli, American Style, Tilveran, Ban Kúnn, Krydd, Kebab Firði, Snjíís, Gormur.is og Músik og sport.

Í samstarfi við Heilsu­bæinn Hafnarfjörð

Guðni Gíslason við landamerkjavörðu

Leikurinn er gefinn út af Hönn­unar­húsinu ehf. í samstarfi við heilsu­bæinn Hafnarfjörð síðan árið 2006. Guðni Gíslason, eigandi Hönnunar­hússins og skáti, leggur leikinn í 17. sinn en leikurinn er að koma út í 27. sinn.

Aðalstyrktaraðili

Rio Tinto á Íslandi er aðalstyrktaraðili leiksins í ár en auk þeirra sem gefa vinninga hafa eftirtaldir styrkt leikinn: HS veitur, Landsnet, H-Berg, Altis, Gormur.is, Fjarðarkaup, Gróðrarstöðin Þöll og Coda Terminal.

Húshellir er áhugaverður hellir og aðgengilegur en nauðsynlegt að hafa ljós með.

Samskiptavefur þátttakenda

Þeir sem taka þátt í leiknum er boðið að vera í Facebook hópnum Ratleikur Hafnarfjarðar – Þátttakendur þar sem fólk getur skipst á skoðunum og spurt aðra þátttakendur ráða.
Munið að birta ALDREI myndir af ratleiksmerkjunum svo lausnarorðin sjáist!

Sjá nánar á vefsíðu Ratleiks Hafnarfjarðar þar sem einnig má finna Litla Ratleikinn og Ratleik Hvaleyrarvatni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2